Miðflokkurinn
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Formaður
Atvinnumál
Við ætlum að láta Landsbankann leiða fjármálakerfið inn í breyttan heim með lægri vöxtum
Við ætlum að tryggja samkeppnishæfni ferðaþjónustunnar
Við ætlum að eyða óvissu um framtíð ferðaþjónustunnar
Við ætlum að klára endurskipulagningu fjármálakerfisins og byggja upp fjármálakerfi sem þjónustar almenning, ekki öfugt
Við ætlum að nýta forkaupsrétt ríkisins á Arionbanka svo hægt sé að endurskipuleggja fjármálakerfið
Við ætlum að afhenda Íslendingum 1/3 hlutabréfa í Arionbanka
Við ætlum að sjá til þess að hagstjórnartæki Seðlabankans hafi betri áhrif - án verðtryggingar
Við ætlum að selja Íslandsbanka til erlends banka til að auka samkeppni í bankaþjónustu á Íslandi
Við ætlum að stofna dótturbanka Landsbankans til að bjóða lægri vexti og betri kjör fyrir fólkið í landinu
Við ætlum að ljósleiðaravæða landið allt til að auka atvinnumöguleika allra íbúa samfélagsins
Byggðarmál
Við ætlum að snúa margra áratuga dýrri vörn í byggðarmálum í arðbæra sókn fyrir Ísland allt
Við ætlum að stjórna heildaruppbyggingu landsins frá einum stað svo ábyrgðin sé skýr
Við ætlum að vinna í og hrinda í framkvæmd heildaráætlun í uppbyggingu fyrir Ísland allt
Við ætlum að leysa vanda sauðfjárbænda til að tryggja að samfélögin á landsbyggðinni haldi styrk sínum
Við ætlum að nýta sóknarfærin í íslenskum landbúnaði og þróa hann í samstarfi við hagaðila
Evrópumál
Við teljum að hagsmunum Íslands sé betur borgið utan Evrópusambandsins
Heilbrigðismál
Við ætlum að byggja nýjan spítala á betri stað og búa þannig til aðalaðandi vinnustað sem stuðlar að betri líðan sjúklinga
Við ætlum að auka forvarnir sérstaklega því þær eru besta sparnaðarráðið í heilbrigðiskerfinu
Við ætlum að efla á ný heilsugæslu og sérfræðilækningar á landsbyggðinni
Við ætlum að byggja hjúkrunarheimili og tengja þau betur við sterkari þjónustu heilsugæslunnar
Húsnæðismál
Við ætlum að koma á eðlilegu vaxtastigi í fjármálakerfi fyrir fólk, til að búa ti lbetri húsnæðismarkað
Við ætlum að láta Íbúðalánasjóð gegna félagslegu hlutverki og veita óverðtryggð lán
Við ætlum að gera átak í byggingu þjónustuíbúða, bæta heimahjúkrun og fjölga hjúkrunarrýmum
Jafnréttismál
Við ætlum að styrkja stöðu Íslands sem leiðandi ríkis á sviði jafnréttis og beita henni markvisst til að efla kynjajafnrétti annarsstaðar í heiminum.
Við viljum efla jafnrétti því ekkert ríki getur verið fullþróað án jafnrétti kynjanna.
Menntamál
Við ætlum að styðja menningararf um allt land því það á að vera eftirsóknarvert að búa á landsbyggðinni
Við ætlum að endurskoða námslánakerfið með hliðsjón af því sem hefur virkað best á Norðurlöndunum
Við ætlum að styðja sérstaklega við iðn- og tækninám í framhalds- og háskólum með fjármagni og samstarfi
Samgöngumál
Við ætlum að tryggja flugvöllin áfram í Vatnsmýrinni, samgöngumiðstöð fyrir alla landsmenn
Við ætlum að iðurgreiða innanlandsflug þvi allir í samfélaginu eiga að búa við góðar samgöngur
Sjávarútvegsmál
Við ætlum að setja ákvæði í stjórnarskrá um þjóðareign á auðlindinni
Við ætlum að endurskoða hvernig gjaldtöku á náttúruauðlindum er háttað.
Við ætlum að auka stöðugleika í rekstarumhverfi sjávarútvegsins
Skattamál
Við ætlum að innleiða skattalega hvata fyrir fólk og fyrirtæki utan höfuðborgarsvæðisins
Við ætlum að stöðva verðtryggingu á neytendalánum með breytingum í fjármálakerfinu
Við ætlum að lækka tryggingagjald og lækka það meira fyrir fyrstu 10 starfsmenn fyrirtækisins
Við ætlum að endurgreiða virðisaukaskatt af byggingu húsnæðis á "köldum svæðum"
Stjórnarskrármál
Við ætlum að endurskoða stjornarskrána í köflum á næstu tveim kjörtímabilum.
Við ætlum að beita okkur fyrir ákvæðum um beint lýðræði og borgarafrumkvæði í stjórnarskrá.
Umhverfismál
Við ætlum að gera ísland tilbúið fyrir framtíðina með markvissum aðgerðum í átt að rafbílavæðingu um allt land
Við ætlum að setja og framkvæma heildarstefnu varðandi orkuskipti í samgöngum á Íslandi
Við ætlum að fylgja áætlun Íslands í samræmi við COP21 Parísarsáttmálann um loftslagsmál
Við ætlum að efla samstarf ríkisins við fyrirtæki og sveitarfélög um kolefnisjöfnn og endureimt votlendis
Velferðarmál
Við ætlum að tryggja að atvinnutekjur skerði ekki lífeyrisgreiðslur
Við ætlum að tryggja að lágmarkslífeyrir fylgi lágmarkslaunum
Við ætlum að gera ríkinu skylt að uppfylla ákveðið þjónustustig um land allt